Borið hefur á áhyggjum manna af samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Útlit er fyrir að ferðamenn dvelji skemur hér á landi en áður og eyði minna. Eins og Huginn og Muninn bentu á í þessu blaði í síðustu viku þá ákváðu stjórnvöld að koma til móts við áhyggjur ferðaþjónustunnar í þessum efnum og boðuðu mótun nýrrar ferðamálastefnu og að sjálfsögðu aukin ríkisútgjöld vegna auglýsinga á Íslandi sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn.

***

Týr bendir á að það sé ekki bið eftir nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda eða skortur á kynningarefni í erlendum miðlum sem sé að grafa undan samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu og valda breyttri hegðun og neyslu sem hingað til lands komi.

Það gerir hins vegar hátt raungengi íslensku krónunnar.

Þegar verð á hamborgara á sæmilegum stað þar sem þjónað er til borðs í miðborg Reykjavíkur er borið saman við verð á hamborgara í bandarískum stórborgum á borð við Los Angeles og New York kemur vandamálið glögglega í ljós.

Algengt verð á borgaranum á vinsælum veitingastöðum í miðborginni er 4.500 krónur eða sem nemur 32 Bandaríkjadölum. Þegar verð á hamborgurum á vinsælum gastropöbbum og brugghúsum er skoðað í LA og New York kemur í ljós að hann kostar á bilinu 15 til 20 Bandaríkjadali. Slíkur borgari kostar um 20 pund í London eða sem nemur 26 dölum. Sæmilega vandaður borgari í Stokkhólmi kostar í kringum 14 dali.

Það sama er uppi á teningnum þegar kemur að pítsum. Verðið á þeim í miðborginni er í kringum 30 dalir á meðan sambærileg pítsa kostar um 20 dali í Bandaríkjunum og um 17 dali í Stokkhólmi.

***

Þó svo að þessi samanburður sé ekki vísindalegur og að gamni gerður þá veitir hann mikilvæga vísbendingu um hagkerfi sem er ekki í jafnvægi. Hamborgarasölumenn og pítsubakarar þjóðarinnar eru ekki hagnaðardrifnari en gengur og gerist annars staðar – en þeir þurfa að takast á við þætti eins og miklar launahækkanir í rekstrinum. Launahækkanir sem eru umfram framleiðniaukningu.

Týr bendir á að þegar raungengi hefur verið langt yfir sögulegu meðaltali þá hefur það tilhneigingu til þess að lækka hratt og leita aftur í meðaltalsgengi þegar aðstæður í hagkerfinu breytast. Sú aðlögun kann að vera skammt undan.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði