Samstæða Haru Holding, móðurfélag flugfélagsins Air Atlanta, skilaði tæplega tíu milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Velta samstæðunnar jókst um ríflega 11 milljarða og nam 45,6 milljörðum í fyrra.

Í skýrslu stjórnar segir að áhrif stríðsins í Úkraínu hafi haft smávægileg neikvæð áhrif á reksturinn og að hætta sé á frekari neikvæðum áhrifum ef stríðsátök milli Ísraels og Palestínu stigmagnast.

Stjórn Haru Holding leggur til 4,9 milljarða króna arðgreiðslu en Hannes Hilmarsson er stjórnarformaður og stærsti hluthafi félagsins.