Fast­eigna­fé­lagið Reginn hefur á­kveðið að breyta um nafn og mun fé­lagið heita Heimar héðan í frá. Nafna­breyting var kynnt á fjár­festa­fundi sem hófst síð­degis í dag.

Í til­kynningu frá Reginn segir að nafninu sé ætlað að styðja við stefnu fé­lagsins sem felur í sér að búa til eftir­sótta borgar­kjarna í sam­ræmi við aukna um­hverfis­vitund, breyttar sam­göngur, sjálf­bærni og ný við­horf.

„Í dag eru 65% af fer­metrum fé­lagsins innan skil­greindra kjarna­svæða fé­lagsins og leigu­tekjur af kjarna­svæðum um 70% af heildar­leigu­tekjum. Í sam­ræmi við fjár­festingar­stefnu fé­lagsins felast lang­tíma­mark­mið og heildar­sýn fé­lagsins í að þróa og stækka eigna­safnið með eignum innan kjarna­svæða fé­lagsins, m.t.t. sjálf­bærni við val á eignum og fjöl­breytni meðal leigu­taka fé­lagsins,“ segir í til­kynningu Regins.

Nýtt nafn og merki fasteignafélagsins.

Þá er einnig greint frá því að Heimar muni vera leiðandi í að skapa borgar­kjarna utan um fjöl­breytta at­vinnu­starf­semi, í­búa­byggð, af­þreyingu og nær­þjónustu á helstu markaðs­svæðum á höfuð­borgar­svæðinu og Akur­eyri.

„Nafninu Heimar er enn fremur ætlað að marka fé­laginu frekari sér­stöðu og að­greiningu á markaði auk þess að marka nýtt upp­haf,“ segir í til­kynningunni.