Hátt í 71% hluthafa kusu með því að brjóta upp þýsku fjölmiðlasamsteypuna ProSiebenSat.1 á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn. Til þess að breytingin myndi frá brautargengi hefði þurft 75% atkvæða.

Hluthafar höfnuðu þannig tillögu stærsta hluthafa samstæðunnar MFE-MediaForEurope um að brjóta upp samstæðuna í smærri einingar.

MFE, sem á um 26,58% hlut í félaginu, kynnti tillöguna í marsmánuði og lagðist stjórn félagsins upphaflega gegn henni. Í aprílmánuði ákvað ProSiebenSat.1 þó að hefja söluferli á netverslunum Verivox og Flaconi til að reyna bæta skuldastöðu samstæðunnar.

Þrátt fyrir að tillagan náði ekki í gegn á aðalfundi hafa hluthafar notið góðs af hugmyndinni, en gengi ProSiebenSat.1 hefur hækkað um 22% frá því að MFE lagði tillöguna fram.