Starfstímabil einkavæðingarnefndar árin 2003- 2007 markast einkum af sölu á Landssíma Íslands hf. sem fór fram í júlí 2005, en sala Símans var stærsta einstaka sala á hlutabréfum sem ríkið hefur selt frá sér.

Árið 2004 var hafinn undirbúningur að sölu á hlut ríkisins Landssímanum, og í árslok samið við Morgan Stanley í London um fjármálalega ráðgjöf og umsjón sölunnar. Fyrri hluta árs 2005 var ákveðið að allur hlutur ríkisins upp á 98,6% yrði seldur einum hópi fjárfesta í einu lagi. Þá var ákveðið að enginn einn fjárfestir skyldi eignast meira en 45% af heildarhlutafé í fyrirtækinu fram til ársloka 2007, og að 30% hlutafjár að lágmarki yrði boðið almenningi til kaups og félagið skráð í Kauphöll.

Skipti ehf. fékk samþykkt tilboð í Landssímann upp á 66,7 milljarða króna, um 167 milljarða króna að núvirði, en um var að ræða hæsta tilboðið. Að Skipti-hópnum stóðu átta aðilar, þar af var Exista með 45% hlut og Kaupþing banki með 30% hlut.
© Sverrir Vilhelmsson (M Mynd / Sverrir Vilhelmsson)

Skipti ehf. fékk samþykkt tilboð í félagið upp á 66,7 milljarða króna, um 167 milljarða króna að núvirði, en um var að ræða hæsta tilboðið. Að Skipti-hópnum stóðu átta aðilar, þar af var Exista með 45% hlut og Kaupþing banki með 30% hlut.

Þrjú bindandi tilboð bárust í Símann. Tilboð Símstöðvarinnar ehf. var næsthæsta tilboðið og hljóðaði upp á 60 milljarða króna. Tilboð Nýja símafélagsins ehf. hljóðaði upp á rúmlega 54 milljarða. Aðilar sem mynda Símstöðvar-hópinn voru Burðarás, Kaupfélag Eyfirðinga, Ein stutt, Talsímafélagið og Tryggingamiðstöðin. Atorka, Mósa, Straumborg og F. Bergmann Eignarhaldsfélag stóðu að Nýja símafélaginu.

Salan á Landssímanum markaði lok á samkeppnisrekstri ríkisins á fjarskiptamarkaði og beinu eignarhaldi þess á Landssíma Íslands í 100 ár.

Auglýsing Landssímans sem birtist í Frjálsri verslun árið 1998.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nánar er fjallað um sögu einkavæðingar á Íslandi í nýútkomnu tímariti Frjálsrar verslunar um einkavæðinguna. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.