Fé­lag at­vinnu­rek­enda, Neyt­enda­sam­tökin og VR fengu ráð­gjafar­fyrir­tækið Analyti­ca til að meta tjón lands­manna, beinna og ó­beinna við­skipta­vina og verð­tryggðra skuldara af völdum meints sam­ráðs skipa­fé­laganna Eim­skips og Sam­skips á árunum 2008- 2013.

Fé­lögin þrjú óskuðu sér­stak­lega eftir því að matið yrði byggt á á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins gegn Sam­skipum sem skipa­fé­lagið hefur kært til á­frýjunar­nefndar Sam­keppnis­mála.

Niður­staðan var sú sam­fé­lags­legt tjón af meintu sam­ráði væri 62 milljarðar og sendu fé­lögin upp­hæðina á fjöl­miðla á­samt hvatningu til allra við­skipta­vina skipa­fé­laganna um að skoða mögu­leikann á skaða­bóta­máli.

Þurftu að gefa sér að verðþróun væri eins

Margir ráku stór augu þegar niður­staðan var birt enda upp­hæðin mjög há. Ráð­gjafar­fyrir­tækið sjálft setur þó­nokkra var­nagla í á­litið sem Analyti­ca tekur skýrt fram að sé einungis frum­mat.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið, segir Yngvi Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri og stofnandi Analyti­ca, að fyrir­tækið þurfti að vinna frum­matið eftir á­kveðnum for­sendum.

„Við vorum bara beðin um að miða við gögn sem mætti finna í þessari skýrslu [á­kvörðun SKE] og það er náttúru­lega bara for­senda okkar greiningar að þau gögn séu rétt,“ segir Yngvi.

Ein þeirra for­senda sem grein­endur Analyti­ca þurftu að gefa sér sökum gagna­skorts er sú að verð­lagning Eim­skips hafi þróast eins og hjá Sam­skipum þar sem Analyti­ca hafði ekki upp­lýsingar um verð­lagningu Eim­skips við gerð frum­matsins.

„Við­skipta­vinurinn hafði ekki lyst á því að við færum að leggjast í ein­hverja margra mánaða vinnu við að greina þetta í tætlur, heldur var óskað eftir til­tölu­lega ein­faldri nálgun,“ segir Yngvi.

Litið framhjá gengisbreytingum

Í kæru Sam­skipa til á­frýjunar­nefndar Sam­keppnis­mála er Sam­keppnis­eftir­litið harð­lega gagn­rýnt fyrir að taka ekki til­liti til gengis­breytinga á evru og krónu eftir efna­hags­hrunið 2008. Sjó­flutnings­verð í evrum lækkaði á meintu sam­ráðs­tíma­bili en hækkaði í krónum vegna gengis­hruns. Slíkar gengis­breytingar eru því ekki hluti af útreikningum á óbeinu tjóni landsmanna.

„Sam­keppnis­eftir­litið lítur al­farið fram hjá þeirri stað­reynd að árið 2008 varð efna­hags­hrun á Ís­landi þar sem ís­lenska krónan féll um 50% á að­eins nokkrum mánuðum,” segir í stjórn­sýslu­kæru Sam­skipa vegna ákvörðunar SKE sem unnið var eftir.

Sveiflukenndir hrun-mánuðir breyta myndinni

Í greiningu Analyti­ca er gjald­skrár­þróun Sam­skipa yfir meint sam­ráðs­tíma­bil rakin og borin saman við vísi­tölu neyslu­verðs.

Út­flutnings­verð hækkar alls um 44% og inn­flutnings­verð um 62%, saman­borið við um 37% hækkun al­menns verð­lags á tíma­bilinu, sem jafn­gildir 5,1% og 18,2% hækkun í sömu röð á föstu verð­lagi.

Af­mörkun tíma­bilsins leiðir af fram­setningu málsins í á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins sem lögð var til grund­vallar matinu.

Sam­kvæmt út­reikningum Við­skipta­blaðsins blasir við að veru­legur hluti hækkunar gjald­skránna um­fram VNV kemur fram strax á fyrstu mánuðum tíma­bilsins, á seinni hluta ársins 2008, sem ætla má að rekja megi til hrunsins.

Væri við­miðunar­tíma­bilið látið hefjast rétt upp úr ára­mótum 2009 eftir þessar hækkanir verða áður­nefndar hækkanir þess í stað 25,6% á inn­flutnings­verði, 18,0% á út­flutnings­verði og 24,5% á vísi­tölu neyslu­verðs. Með öðrum orðum verður niður­staðan sú að á föstu verð­lagi hafi inn­flutnings­verð hækkað um 0,9%, en út­flutnings­verð lækkað um 5,2%.

Þá er hlutur verð­tryggðra skuldara í frum­matinu á­ætlaður 17,4 milljarðar, ríf­lega 28% heildar­summunnar.

Er sú tala fengin með því að marg­falda metin á­hrif til hækkunar vísi­tölu neyslu­verðs, 0,7%, með höfuð­stól allra verð­tryggðra fast­eigna­lána þess tíma, sem saman­lagt nam rúmum 1.500 milljörðum króna.

Á það má hins vegar benda að því gefnu að ekkert sam­ráð eigi sér stað í dag má þess vænta, fræði­lega í það minnsta, að verð­lagning skipa­fé­laganna og þar með verð­lag al­mennt, sé nú það sama og það hefði orðið hvort heldur sem var.

Af því leiðir að höfuð­stóll áður­nefndra lána með bein­tengingu við mælt verð­lag er nú hinn sami og hann hefði alltaf orðið, ef frá eru talin ó­veru­leg af­leidd á­hrif.

Þessi frétt er hluti af lengri umfjöllun um hagfræðileg áhrif meints samráðs skipafélaganna. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.