Meta, móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook, hefur gert fyrstu leyfissamningana á vegferð sinni til að leiða stýrikerfisþróun sýndarveruleikagleraugna.

Samningarnir við raftækjaframleiðendurna Lenovo og Asus veita þeim leyfi til að nota stýrikerfið sem Quest-gleraugu Meta keyra á, en auk þess mun samfélagsmiðlafyrirtækið og tæknirisinn framleiða útgáfu sýndarveruleikagleraugna sinna sem sérstaklega er hönnuð fyrir tölvuleikjaspilun, í takmörkuðu magni, í samstarfi við Xbox leikjatölvumerkið í eigu Microsoft.