Elísabet Helgadóttir, einn eigenda Vest, segir ekkert annað hafa komið til greina en að vera með á HönnunarMars í ár, en þau héldu viðburð í sýningarsal sínum á síðustu hátíð sem vakti mikla lukku.

Verkin segir hún vera samtal á milli listamannanna sem þau vinna í sitthvoru lagi.
„Ég hafði samband við þau í sitthvoru lagi og þá kom í ljós að þau þekkjast vel og höfðu verið að vinna saman áður. Þau eru að vinna að þessu saman en að mismunandi verkum sem hafa sameiginlegan innblástur; Dýpi.“

Elísabet segir sýninguna Dýpi/Abyss, vera tilvísun í duldar óravíddir þar sem ennþá sé verið að uppgötva nýjar verur og plöntur úr dýpstu lífríkjum jarðar. Í myrku djúpi megi finna náttúruundur sem líkjast helst þeim myndbirtingum sem við ímyndum okkur af lífi úr fjarlægum geimþokum.

Viðtalið við Elísabetu er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út í gær.

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.