Stjórn Regins óskaði eftir heimild Fjár­mála­eftir­lits Seðla­banka Ís­lands (FME) til að falla frá val­frjálsu til­boði fé­lagsins í allt hluta­fé Eikar fast­eigna­fé­lags á mánu­daginn eftir um 11 mánaða yfir­töku­ferli.

Meðal þess sem fé­lögin deildu um var skipti­hlut­fallið en sam­kvæmt greiningu Jakobs­son Capi­tal er virði eigin­fjár Regins 64,5 milljarðar króna og að virði eigin­fjár Eikar sé 59,6 milljarðar. Þannig fékkst sú niður­staða að skipti­hlut­fall fé­laganna yrði 52,0% fyrir Reginn og 48,0% fyrir Eik en svo hljóðaði upp­færða yfir­töku­til­boð Regins.

Arcti­ca Finance veitti stjórn Eikar ráð­gjöf í ferlinu en að þeirra mati væri sann­gjarnt hlut­fall hlut­hafa Eikar 50,6% á móti 49,4% hlut­falli hlut­hafa Regins.

Meðan á ferlinu stóð óskaði stjórn Eikar eftir því að setjast niður með stjórn Regins til að reyna að ná saman um samning sem gæti hugnast hlut­höfum Eikar en Bjarni segir að ekki hafi verið vilji fyrir því.

„Við buðum yfir­töku­fé­laginu að setjast niður með stjórn Eikar og kanna hvort þær við­ræður gætu leitt til ein­hverra breytinga sem við teldum að hlut­höfum okkar myndi hugnast. Þannig að þrátt fyrir að við værum ekki með form­lega að­komu, þá stóð vilji okkar til þess að liðka fyrir,“ segir Bjarni.

„Við lögðum á­herslu á að það væri ekki hlut­verk stjórnarinnar að koma í veg fyrir að hlut­hafar gætu tekið af­stöðu til til­boðsins eða að reyna að hindra fram­gang til­boðsins ef vilji hlut­hafa væri fyrir hendi. Þvert á móti ætti það að vera hlut­verk okkar að reyna að koma á samningi sem gæti verið hag­stæður fyrir hlut­hafa okkar og við buðumst til að hefja við­ræður við stjórn yfir­töku­fé­lagsins og sjá hvort við gætum liðkað fyrir á ein­hvern hátt með því að hafa á­hrif á til­boðið. En yfir­töku­fé­lagið sagði ein­fald­lega nei, það taldi ekki rétt að setjast niður með stjórn, yfir­töku­til­boðið væri til eig­enda Eikar en ekki stjórnar fé­lagsins,“ segir Bjarni að lokum.

Á­skrif­endur geta lesið lengri um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um málið hér.