Tekjuvöxtur hugbúnaðarfyrirtækja á síðustu árum hefur verið nokkuð kröftugri en gengur og gerist meðal annarra geira atvinnulífsins. Tekjur 10 stærstu fyrirtækjanna í geiranum jukust um 66% milli 2019 og 2022.

Þetta kemur fram í 500 stærstu tölublaði Frjálsrar verslunar en áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.

Mestu tekjurnar voru hjá DK hugbúnaði á síðasta ári og hefur það verið á eða við toppinn í tekjuhæstu hugbúnaðarfyrirtækjunum hér á landi á síðustu árum. Tekjurnar í fyrra voru 2,3 milljarða króna en það fyrirtæki sem kom næst á eftir var Gangverk með sem var þó einungis með 1% minni tekjur en DK hugbúnaður.