Á­hrifin af fram­leiðslu hinna vin­sælu spennu­þátta True Detecti­ve hér á landi blasir við á lista yfir rekstrar­tölur átta stærstu kvik­mynda­fram­leið­enda landsins í fyrra.

Þetta kemur fram í 500 stærstu tölu­blaði Frjálsrar verslunar en á­skrif­endur geta lesið um­fjöllunina í heild hér.

Stærsta fé­lagið, Tru­enorth Nor­dic – sem sá um fram­leiðslu True Detecti­ve – velti vel á ellefta milljarð sem var meira en þre­földun milli ára.

Veltu­aukning Tru­enorth ein og sér var meiri en saman­lögð velta allra þessara átta fé­laga árið áður, þótt það breytist að vísu ef fram­leiðslu­fé­lag Baltasars Kormáks, RVK Stu­dios, er tekið með í reikninginn.

Nánar er fjallað um fram­leiðslu­fyrir­tæki í bókinni 500 stærstu sem kom út mið­viku­daginn 6. desember. Hægt er að kaupa bókina hér.