Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki nóg að sameina ríkisstofnanir til að hagræða, heldur verði slíkar aðgerðir að skila aukinni skilvirkni og slagkrafti, bæta þjónustu og draga úr kostnaði.

Slíku hafi hins vegar reynst pólitískt erfitt að ná í gegn, og mikill fjöldi ríkisstofnana í dag – en þær eru nú 164 talsins – sé ein birtingarmynd þess.

„Loks þegar kemur að sameiningum er það oftast yfirlýst markmið að engar breytingar verði á starfsmannafjölda, og það er óskynsamlegt. Þá eru menn farnir að leyfa sér að láta fólkið vera fyrir ríkið en ekki ríkið fyrir fólkið.“

Viðtal við fjármálaráðherra birtist í Frjálsri verslun sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið það í heild hér.