Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka lækkaði um rúm 3% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengið sléttar 100 krónur. Ís­lands­banki mun birta árs­hluta­upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs eftir lokun markaða í kvöld.

Dagsloka­gengi bankans náði há­punkti á árinu í 116,4 krónum í byrjun janúar en hefur síðan þá lækkað um 14%.

Hluta­bréf í fjár­festinga­fé­laginu Skel lækkuðu einnig um 3% í við­skiptum dagsins. Gengi Skaga fór einnig niður um 3% í dag og var dagsloka­gengi sam­stæðunnar 16,2 krónur.

Gengi Kviku banka lækkaði um 2% í yfir 350 milljón króna veltu en bankinn birti árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í dag. Dag­loka­gengi bankans var 13,75 krónur en bankinn hagnaðist um rúman milljarð á fyrsta árs­fjórðungi.

Ár­mann Þor­valds­son for­stjóri Kviku greindi einnig frá því að vinna á endan­legrar á­reiðan­leika­könnunar og undir­ritun kaup­samnings við Lands­bankann vegna sölu TM væri á á­gætri leið.

Mesta veltan var með bréf Arion Banka en gengi bankans lækkaði um 1% í 805 milljón króna við­skiptum. Heildar­velta á markaði nam 2,5 milljörðum króna og var því um 32% af allri veltu með bréf Arion banka.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 lækkaði um 1,23% í við­skiptum dagsins.