Stærstu veitingastaðir landsins áttu flestir hverjir góðu gengi að fagna á síðasta ári eftir að hafa átt fremur erfitt uppdráttar í kringum heimsfaraldurinn, þá sérstaklega árið 2020. Í bókinni 500 stærstu, sem kom út í morgun, er m.a. fjallað um afkomu stærstu veitingastaða landsins á síðasta ári.

Varla kemur nokkrum á óvart að Pizza-Pizza, félag utan um rekstur Domino‘s á Íslandi, var það félag í veitingageiranum sem velti mestu í fyrra. Félagið velti tæplega 6,2 milljörðum króna og jók veltuna um 9% frá fyrra ári. Þá hagnaðist Domino‘s um 214 milljónir króna eftir að hafa tapað 49 milljónum árið 2021.

Þegar horft er til hagnaðar bar kjúklingaveldi Helga Vilhjálmssonar, KFC, höfuð og herðar yfir önnur veitingafélög. KFC hagnaðist um 415 milljónir á síðasta ári og jók hagnað sinn um 65 milljónir frá fyrra ári. Félagið var með næst hæstu veltu veitingafélaganna, rúmlega 4,3 milljarða króna, og jókst velta kjúklingakeðjunnar um 7% milli ára.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 500 stærstu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér og hægt er að kaupa bókina hér.