Bílaumboðin á Íslandi högnuðust öll á árinu 2022 en samanlagður hagnaður nam 9 milljörðum króna. Afkoma þeirra nam 5,3 milljörðum árið 2021, þau töpuðu 176 milljónum árið 2020 og tapið nam 1,1 milljarði árið 2019.

Það hafa því verið miklar sveiflur í rekstri þeirra síðustu ár, sem er gömul saga og ný. Veltuaukningin að meðaltali var 30% en langmest var aukningin hjá Vatti ehf., sem flytur meðal annars BYD rafbílana.

Röð stærstu umboðanna breytist ekki milli ára. BL er, líkt og síðustu ár, stærsta bílaumboð landsins með 34 milljarða veltu árið 2022. Hagnaður nam 1,5 milljarði króna 746 milljóna hagnað árið undan. Félagið er með umboð fyrir tólf bílamerki.

Nánar er fjallað um bílaumboð í bókinni 500 stærstu sem kom út mið­viku­daginn 6. desember. Hægt er að kaupa bókina hér.