Afkoma fjölmiðla á Íslandi versnaði á árinu 2022 samanborið við fyrra ár. Heildartapið nam 555 milljónum króna árið 2022 í stað 180 milljóna króna hagnaðar 2021.

Þá er ótalið tap af rekstri Fréttablaðsins sem var lýst gjaldþrota í apríl. Sökum þess var engum ársreikningi skilað fyrir árið 2022.

Myllusetur ehf. var eina fjölmiðlafélagið sem hagnaðist á árinu. Ekkert fjölmiðlafyrirtæki hagnaðist að frádregnum ríkisstyrkjum líkt og í fyrra, þegar Árvakur hf. hagnaðist töluvert umfram ríkisstyrk.

Sýn stærst

Sýn er stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins árið 2022 þegar horft er til veltu. Tekjur af fjölmiðlarekstri voru 8,6 milljarðar króna og drógust saman um 8% milli ára.

Næststærst er Ríkisútvarpið með 7,9 milljarða í tekjur en ríkisframlag nam 5,1 milljarði króna, eða 65% af tekjum. Þrátt fyrir ríkistekjurnar tapaði opinbera hlutafélagið 164 milljónum króna árið 2022.

Ítarlega er fjallað um rekstur fjölmiðlanna, hagnað og veltu í 500 stærstu.

Nánar er fjallað um fjölmiðla í bókinni 500 stærstu sem kom út sl. miðvikudag, 6. desember. Hægt er að kaupa bókina hér.