Hluta­bréfa­verð banda­rísku bíla­sölunnar Car­vana hækkaði um 40% síðast­liðinn fimmtu­dag eftir að fyrir­tækið birti árs­hluta­upp­gjör fyrir opnun markaða.

Gengi fyrir­tækisins hefur nú hækkað um 150% á árinu en sam­kvæmt upp­lýsingum frá S3 Partners LLC. Er því tap skort­sala á árinu komið í 3,9 milljarða Banda­ríkja­dali eða um 544 milljarða króna.

Sam­kvæmt frétt Bloom­berg töpuðu skort­salar 860 milljónum dala á gengis­hækkun fimmtu­dagsins sem sam­svarar 124 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Síðast­liðið ár hefur gengi Car­vana hækkað um 976% en bíla­salan átti erfitt með að halda flugi sínu gangandi eftir að Co­vid-19 far­aldrinum lauk.

Car­vana er fyrsta bíla­salan þar sem allt ferlið er alveg raf­rænt. Eftir­spurn eftir notuðum bílum náði há­marki í kringum far­aldurinn og rauk gengi fyrir­tækisins upp.

Í ágúst 2021 stóð hluta­bréfa­verð fé­lagsins í 370 dölum en þrátt fyrir allar hækkanir síðast­liðið ár stendur gengið í 122 dölum þegar þetta er skrifað.

Tekjuspá fyrir árið hækkuð um 60%

Skulda­staða fyrir­tækisins hefur á­vallt verið á­hyggju­efni fyrir fjár­festa en í júlí í fyrra skuldaði sam­stæðan 8,5 milljarða Banda­ríkja­dali og voru 74,5% af þeim skuldum ó­verð­tryggðar.

Fyrir­tækið náði sam­komu­lagi um endur­skipu­lagningu skulda síðasta sumar sem lækkaði skuldir fé­lagsins um 1,2 milljarða en sam­hliða því var farið í hluta­fjár­aukningu.

Greiningar­fyrir­tækið Willi­am Blair hækkaði tekju­spá sína fyrir Car­vana um 60% eftir árs­hluta­upp­gjörið en fyrir­tækið telur nú að tekjur bíla­sölunnar verði í kringum 1 milljarð dala á árinu. Willi­am Blair býst einnig við því að tekjurnar muni þre­faldast fyrir árið 2025.