Greiningar­deild Morgan Stanl­ey segir að næstu verð­bólgu­tölur vestan­hafs vera lykil­mæli­kvarða á gengi hluta­bréfa á þessu ári.

Von er á nýjum verð­bólgu­tölum 15. maí en vinnu­mála­ráðu­neytið birti nýjar tölur um ráðningar vestan­hafs á föstu­daginn sem sýndu tölu­verðan kulnun í hag­kerfinu.

Sam­kvæmt greiningu bankans, sem Bloom­berg greinir frá, eru sumir fjár­festar sann­færðir um að vegna kólnandi hag­kerfis verði að næsta vaxta­lækkun septem­ber­mánuði.

Bankinn segir hins vegar að verð­bólgu­tölurnar í næstu viku muni ráða för í peninga­mál­stefnu bankans.

„Við­brögð markaðarins við næstu verð­bólgu­tölum verða mikil­vægari en tölurnar sjálfar,“ skrifar Michael Wil­son aðal­höfundur skýrslunnar.

S&P 500 vísi­talan hefur verið á upp­leið síðustu vikur en markaðs­aðilar halda enn í vonina um að vextir verði lækkaðir sam­hliða því að fyrir­tæki hafa verið að skila á­gætis af­komu á fyrsta árs­fjórðungi.

Að mati Wil­son er mjúk lending, þar sem verð­bólga hjaðnar á efna­hags­sam­dráttar, enn mögu­leiki fyrir Banda­ríkin en þó ó­lík­legri en í byrjun árs.