Hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins Amaroq hefur lækkað um 16% síðast­liðna tvo mánuði.

Dagsloka­gengi fé­lagsins náði sínu hæsta gildi 7. mars er það stóð í 150,5 krónum en dagsloka­gengið í dag var 127 krónur.

Verð á gulli hefur hækkað veru­lega í ár og fór úr úsnan í 2000 dali í sitt hæsta gildi í lok apríl þegar hún stóð 2390 dölum. Verð á gulli hefur dalað síðan þá og stendur únsan í 2324 dölum þegar þetta er skrifað.

Gengi Hamp­iðjunnar hefur einnig lækkað um 15% frá því að fé­lagið náði sínu hæsta gildi í febrúar en gengi fé­lagsins fór niður um 2% í tæp­lega 200 milljón króna við­skiptum í dag.

Hluta­bréfa­verð Skaga hækkaði um rúmt 1% í 115 milljón króna við­skiptum en Skagi var eina fé­lagið á aðal­markaði sem hækkaði um meira en 1%.

Heildar­velta á markaði nam 2,5 milljörðum og fór úr­vals­vísi­talan OMXI 15 niður um 0,35%.