Hluta­bréfa­sjóðir í virkri stýringu hafa ekki verið að njóta góðs af aukinni þátt­töku al­mennings á hluta­bréfa­markaði.

Út­flæði úr hluta­bréfum sjóðum í virkri stýringu nam 50 milljörðum banda­ríkja­dala á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem sam­svarar um 6.965 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt Financial Times er út­flæðið byrjað að hafa veru­leg á­hrif á stærstu eigna­stýringar­fyrir­tæki Banda­ríkjanna líkt og Capi­tal Group, T Rowe Price og Franklin Templet­on.

Fjár­festar vestan­hafs hafa verið í meira mæli en áður að fjár­festa í sjóðum sem fylgja hluta­bréfa­vísi­tölum fremur en þeim sem eru í virkri stýringu og kaupa og selja hluta­bréf.

„Út­flæðið er ekki gott og þrátt fyrir að fram­kvæmda­stjórar eigna­stýringar­fyrir­tækjanna séu að reyna líta á björtu hliðarnar er erfitt að sjá á­standið batna til skamms tíma,“ segir Brennan Haw­ken, sér­fræðingur í eigna­stýringu hjá UBS, í sam­tali við FT.

1,7 billjóna dala útflæði

Stöðugt út­flæði úr hluta­bréfa­sjóðum hefur veikt vonir greiningar­aðila um að hluta­bréfa­markaðurinn vestan­hafs myndi ná jafn­vægi í bráð eftir miklar sveiflur síðast­liðinn ár.

Hluta­bréfa­sjóðir í virkri stýringu hafa verið með nei­kvætt út­flæði síðast­liðna 30 mánuði og hafa fjár­festar dregið 1,7 billjónir (e. trillion) dali úr hluta­bréfa­sjóðum á þeim tíma, sam­kvæmt gögnum frá Morningstar.

Fjár­festinga­stjórar eigna­stýringa­fyrir­tækja eru þó sagðir já­kvæðir fyrir fram­tíðinni en sam­hliða út­flæði úr hluta­bréfa­sjóðum hefur verið inn­flæði í kaup­hallar­sjóði, er­lenda sjóði og aðrar eignir í stýringu.