Margir sitja nú eftir með sárt ennið eftir afleitan fyrsta dag viðskipta í Kauphöll Hong Kong sem skilaði hlutabréfum kínversku matsölustaðakeðjunnar ChaPanda, sem selur kúlute (e. Bubble tea) á um 8 þúsund sölustöðum á meginlandi Kína, yfir þriðjungslækkun. sem höfðu fallið um yfir þriðjung þegar yfir lauk.

Um stærsta frumútboð það sem af er ári var að ræða þar sem alls voru seld bréf fyrir 2,6 milljarða Hong Kong-dala, ígildi um 47 milljarða íslenskra króna.

Áskriftir bárust hinsvegar aðeins í um helming þeirra hluta sem út voru boðnir og því viðbúið að illa kæmi til með að ganga fyrsta viðskiptadaginn, sem alls skilaði 38% lækkun bréfanna.

Hlutabréfamarkaður sjálfsstjórnarborgarinnar kínversku hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri sem meðal annars hefur lýst sér í yfir 15% lækkun úrvalsvísitölunnar síðastliðna 12 mánuði.