Kjarasamningar náðust fyrir langstærsta hluta almenna vinnumarkaðarins um miðjan marsmánuð.

Enn á eftir að semja við nokkur smærri félög á almenna vinnumarkaðnum auk þess sem samningar á opinbera vinnumarkaðnum eru eftir og hafa ákveðnar fylkingar lýst því að þær hyggist sækja frekari kjarabætur fyrir sína félagsmenn.

Á fundi Stöðugleikanna í Reykjavík í vikunni benti Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á að laun opinberra starfsmanna hefðu hækkað umfram laun á almennum vinnumarkaði á síðustu fimm árum, auk þess sem þeir njóta talsvert meiri réttinda.

„Það kann ekki góðri lukku að stýra að opinberi markaðurinn sé leiðandi í launaþróun, né að hann veiti almenna vinnumarkaðnum of harða samkeppni um starfsfólk, enda er það almenni markaðurinn sem fjármagnar hið opinbera en ekki öfugt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.