Tap samstæðu Jarðborana hf. nam 1,4 milljörðum króna árið 2023, samanborið við 126 milljóna tap árið áður. Tekjur jukust um 16,9% en vinnslukostnaður hækkaði á móti um 54,3%.

Í skýrslu stjórnar segir að starfsemin hafi ekki verið í takt við væntingar á árinu en áætlanir um innkomu verkefnis í Nýja Sjálandi gengu ekki eftir. Þó er þess vænst að tekjur félagsins muni vaxa stöðugt á komandi árum.

Hlutafé var aukið um 1,7 milljarða með því að umbreyta hluthafalánum í hlutafé. Kaldbakur og Archer Norge fara með sitt hvorn helmingshlutinn í félaginu en Sveinn Hannesson er framkvæmdastjóri.