Stað­greiðslu­skyld launa­summa hækkaði um 3,3% í mars­mánuði í saman­burði við febrúar­mánuð.

Sam­kvæmt Hag­stofu Ís­lands var breyting á milli ára mis­mikil eftir at­vinnu­greinum.

Launa­summa var um 162,4 milljarðar króna, fjöldi ein­stak­linga var um 205.600 og fjöldi launa­greiðanda um 21.200. Vakin er at­hygli á því að greiðslur eru ekki verð­lags­leið­réttar.

Alls voru um 214.600 ein­staklingar starfandi á ís­lenskum vinnu­markaði í mars 2024 sam­kvæmt skrám. Starfandi ein­stak­lingum fjölgaði um tæp­lega 4.900 á milli ára sem sam­svarar 2,3% fjölgun. Fjöldi starfandi kvenna í mars var um 100.300 og fjöldi starfandi karla um 114.200.