Ástralska flugfélagið Qantas hefur samþykkt að greiða um 66 milljónir dala sekt til að leysa réttarmál en flugfélagið er sakað um að hafa selt þúsundir flugmiða fyrir flug sem þegar var búið aflýsa.

Samkvæmt samkomulaginu sem Qantas gerði við ástralska samkeppnis- og neytendaráðuneytið (ACCC) mun fyrirtækið einnig setja af stað fleiri milljóna dala áætlun til að bæta farþegum sem urðu fyrir áhrifum.

Vanessa Hudson, framkvæmdastjóri Qantas, sagði að aðgerðin væri mikilvægt skref í að endurheimta traust viðskiptavina. Samkvæmt ACCC hafði flugfélagið í sumum tilfellum selt flugmiða fyrir flug sem höfðu verið aflýst í fleiri vikur.

Qantas hefur undanfarin misseri þurft að glíma við mörg hneykslismál. Forveri Vanessu Hudson, Alan Joyce, hafði leitt fyrirtækið í gegnum fjármálakreppuna árið 2008, heimsfaraldur og tímabil hárra eldsneytisverða.

Þegar hann lét af embætti árið 2023 stóð Qantas frammi fyrir vaxandi reiði meðal almennings vegna hárra flugfargjalda, tafa og afbókana og meðferð flugfélagsins á starfsfólki sínu.