Sam­kvæmt árshlutaupp­gjöri Tivoli A/S sem rekur skemmti­garðinn Tívolí í Kaup­manna­höfn jukust tekjur sam­stæðunnar um 46% á fyrsta fjórðungi í saman­burði við sama tíma­bil í fyrra.

Tekjur á fyrsta fjórðungi námu 90,4 milljónum danskra króna sem sam­svarar um 1,8 milljörðum ís­lenskra króna.

EBITDA-fram­legð Tívolí var þó nei­kvæð um 84,2 milljónir danskra króna sem sam­svara 1,7 milljörðum króna. Mun það vera þó minna tap en var á rekstrinum en á fyrsta fjórðungi 2023 þegar EBITDA- fram­legð Tívolí var nei­kvæð um 96,7 milljónir danskra króna.

Í upp­gjörinu segir að tekju­aukninguna á fyrsta fjórðungi megi rekja til þess hversu snemma páskarnir voru í ár. Gestir Tívolí voru 221 þúsund á fjórðungnum sem er 470% fækkun frá sama tíma­bili í fyrra þegar gestir voru 47 þúsund.

„Fyrsti fjórðungur ársins 2024 er að mestu leyti í sam­ræmi við væntingar þrátt fyrir mikla fjölgun gesta á milli ára. Við horfum á sumarið með björtum augum,“ segir Susanne Mørch Koch, for­stjóri Tívolí.

Sumar­dag­skrá Tívólí hófst 22. mars í ár en upp­gjörið tekur til tíma­bilsins

Færri Norðmenn og Svíar

Af­komu­spá sam­stæðunnar fyrir árið er ó­breytt og reiknar Tívólí með því að tekjur verði um 1,2 milljarðar danskra króna á árinu og hagnaður um 110 milljónir danskra króna sem sam­svarar um 2,2 milljörðum ís­lenskra króna.

Í árs­upp­gjöri Tívolí fyrir árið 2023 voru gestir skemmti­garðsins um 4 milljónir og er búist við sam­bæri­legum fjölda í ár.

Gríðar­legur sam­dráttur var í fyrra á gestum frá nær­liggjandi svæðum eins og Noregi og Sví­þjóð en sam­hliða því var mikil aukning á gestum frá öðrum svæðum.

Sam­kvæmt horfum fé­lagsins fyrir árið segir að ó­vissa ríki um hversu margir gestir frá öðrum svæðum verða í ár sam­hliða því að kostnaður við rekstur Tívolí hefur aukist til muna vegna vaxta- og verð­bólgu­á­lags.