Wa­y­ve Technologies safnaði á­skriftum fyrir meira en einum milljarði Banda­ríkja­dala í síðustu fjár­mögnunar­lotu en sam­kvæmt The Wall Street Journal mun fyrir­tækið geta nýtt sér féð í að sækja fram og auka fram­leiðslu.

Breska fyrir­tækið WT greindi frá því í gær að Soft­bank, Nvidia og Micros­oft hefðu öll tekið þátt í síðustu fjár­mögnunar­lotu en að sögn fyrir­tækisins mun féð gera því kleift að geta full­komnað sjálf­keyrandi eigin­leika bif­reiða.

Sam­kvæmt WSJ mun fé­lagið einnig nýta fjár­magnið í að sækja fram á nýjum mörkuðum en eftir hluta­fjár­aukninguna mun Soft­bank fá eitt stjórnar­sæti.

Rishi Sunak, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, sagði í yfir­lýsingu að hann væri hæst­á­nægður með fjár­mögnunar­lotuna, enda væri nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi jákvæð fyrir Bretland.

Wa­y­ve Technologies hefur fram­kvæmt rann­sóknir og þróun á sjálf­keyrandi eigin­leikum bif­reiða á breskum vegum frá árinu 2018.