Sam­kvæmt árs­fjórðungs­legu út­lána­könnun Seðla­bankans meðal við­skipta­bankanna fjögurra (Íslandsbanki, Landsbankinn, Arion Banki og Kvika) hefur fram­boð á hús­næðis­lánum til heimila hafi aukist lítil­lega á síðustu þremur mánuðum.

Hins vegar kemur fram í könnunni að við­skipta­bankarnir telji að fram­boð á lánum til heimila verði ó­breytt á næstu sex mánuðum.

Í könnunni er spurt um mat þeirra á þróun fram­boðs og eftir­spurnar eftir láns­fé og auk þess hvaða þætti þeir telji að hafi haft ráðandi á­hrif á fram­boð á síðustu þremur mánuðum. Einnig er spurt um væntingar við­skipta­bankanna um horfur næstu sex mánuði.

Við­skipta­bankarnir greindu einnig frá minni láns­fjár­eftir­spurn heimila á síðustu þremur mánuðum og gera þeir ráð fyrir að eftir­spurn minnki á­fram á næstu sex mánuðum.

Þá telja bankarnir að sam­keppni um út­lán til heimila muni aukast lítil­lega á næstu sex mánuðum.

Bankarnir greina frá því að vextir á verð­tryggðum út­lánum til heimila hafi á heildina litið lítið breyst á síðustu þremur mánuðum og gera þeir ráð fyrir að svo verði á­fram á næstu sex mánuðum.

Sam­kvæmt svörum bankanna hafa reglur um veitingu út­lána til heimila lítið breyst á síðustu þremur mánuðum og gera þeir ráð fyrir að út­lána­reglur verði al­mennt ó­breyttar á næstu sex mánuðum.

Eftirspurn fyrirtækja aukist lítillega

Í könnunni kemur fram að vextir á ó­verð­tryggðum út­lánum til heimila lækkuðu lítil­lega á síðustu þremur mánuðum vegna lægri fjár­mögnunar­kostnaðar bankanna og gera bankarnir jafn­framt ráð fyrir því að þeir lækki á­fram á næstu sex mánuðum vegna væntinga um lægri fjár­mögnunar­kostnað og megin­vexti Seðla­bankans.

Fram­boð láns­fjár til fyrir­tækja hefur verið ó­breytt á síðustu þremur mánuðum og gera þeir ráð fyrir að svo verði á­fram á næstu sex mánuðum. Eftir­spurn fyrir­tækja eftir lánum í ís­lenskum krónum á síðustu þremur mánuðum hefur aukist lítil­lega og búast þeir við því að hún aukist einnig lítil­lega á næstu sex mánuðum.

Lægri vextir á næstu sex mánuðum

Reglur bankanna um lán­veitingar til fyrir­tækja hafa ekki breyst á síðustu þremur mánuðum sam­kvæmt könnuninni og gera þeir ráð fyrir ó­breyttum reglum á næstu sex mánuðum.

Þá vænta bankarnir þess að sam­keppni um fyrir­tækja­út­lán aukist á næstu sex mánuðum.

Vextir og vaxta­á­lag á út­lánum til fyrir­tækja voru ó­breytt á síðustu þremur mánuðum sam­kvæmt niður­stöðunum en bankarnir búast við því að vextir lækki á næstu sex mánuðum vegna væntinga um þróun fjár­mögnunar­kostnaðar bankanna og megin­vaxta Seðla­bankans.