Mercedes-Benz frumsýndi í nótt nýja rafútgáfu af G jeppanum. Jeppinn er nánast alveg eins og sá hefðbundni utan grillsins og afturenda. Nafnið á honum er G 580 en Mercedes kallaði tilraunabílinn EQG.

Rafútgáfan var kynnt með hólfi að aftan þar sem hleðslubúnaður er geymdur.

Rafjeppinn er 580 hestöfl og drægnin er allt að 473 km á hleðslunni. Hann vegur rúm 3 tonn. Rafhlaðan er stór, 116 kWh sem skýrir þyngdina. Til samanburðar er G63 AMG 2,55 tonn.

Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz í Stuttgart verður bíllinn boðinn í sömu litum og útfærslum en blái frumsýningarliturinn verður aðeins fyrir rafútgáfuna.

Hins vegar er ekki ljóst af tilkynningu frá Mercedes hvort hægt verður að fá hefðbundinn grill í rafútgáfunni og eins hvort varadekkið sé í boði í stað geymslu fyrir hleðslukapplanna. Samkvæmt erlendum bílablöðum virðast kaupendur hafa val um hvort tveggja.

Hér fyrir neðan má sá einn yfirmanna í G-deild Mercedes útskýra helstu nýungar og búnaði í nýjum G-rafjeppanum.