Verðbréfamiðstöð Íslands tapaði 240 milljónum króna í fyrra, samanborið við 264 milljóna tap árið áður. Tekjur breyttust lítið og námu 36 milljónum.

Farið var í tvær hlutafjáraukningar á árinu en samtals var hlutafé aukið um 300 milljónir. Frá stofnun 2015 hefur hlutafé verið aukið um samtals tæplega 1,8 milljarða. Bókfært eigið fé í lok árs 2023 nam 921 milljón.

Innviðir fjárfestingar slhf. fara með 78,4% hlut í félaginu en Halldóra Guðrún Hinriksdóttir er framkvæmdastjóri Verðbréfamiðstöðvar Íslands.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.