U.S. Silica Holdings hefur samþykkt að vera tekið í einkasölu af fjárfestingasjóðnum Apollo Global Management. Yfirtakan eykur verðmæti námufyrirtækisins um rúmlega 1,85 milljarða dala.

Fréttamiðillinn WSJ greinir frá þessu en U.S. Silica sagði í dag að sjóðir Apollo myndu greiða 15,50 dali á hvern hlut, sem samsvarar um 19% álagi samkvæmt dagslokagengi fyrirtækisins í gær, sem var 13,06 dalir.

U.S. Silica sagði einnig að kaupin myndu fara í gegn á þriðja ársfjórðungi þessa árs en fyrirtækið fengi hins vegar 45 daga tímabil til að leitast eftir betri samningum ef þeir stæðu til boða.

Apollo Global Management, sem er með höfuðstöðvar í New York, er einn stærsti framtaksfjárfestir í heimi. Sjóðurinn hefur áður fyrr komið að fjármögnun flugflota en félagið reyndi til að mynda að fjármagna kaup á flugvélaleigu General Electric sem var metin á allt að 40 milljarða dala.