Fjár­festar inn­leysa nú hlut­deildar­skír­teini í Kaup­hallar­sjóðum Ark Invest í stórum stíl og hefur út­flæði úr sex sjóðum eigna­stýringa­fyrir­tækisins numið 2,2 milljörðum Banda­ríkja­dala á árinu.

C­athie Wood, for­stjóri Ark Invest, er þekkt fyrir að taka mikla á­hættu og geta sjóðir í virkri stýringu fé­lagsins því sveiflast mikið.

Sem dæmi skilaði Kaup­hallar­sjóðurinn ARKK In­novation, sem fjár­festir í tækni- og sprota­fyrir­tækjum um 68% á­vöxtun í fyrra. Sjóðurinn skilaði 150% á­vöxtun árið 2020 en síðan rýrnaði eigna­safnið um 75% á árunum 2021 og 2022 áður en hann tók aftur við sér í fyrra.

Wood vakti mikla at­hygli fyrir fjár­festinga­stefnuna sína meðan heims­far­aldur Co­vid-19 reið yfir og voru fjár­festar æstir í að kaupa í alls kyns sjóðum Ark Invest.

Vaxta­hækkanir síðustu ára hafa hins vegar haft afar nei­kvæð á­hrif á af­komu Kaup­hallar­sjóða í virkri stýringu Ark og eru fjár­festar nú byrjaðir að gefast upp á stefnunni.

Eigna­safn sjóðanna sex í stýringu Ark hefur rýrnað um 30% á fyrstu fjórum mánuðum ársins sam­kvæmt The Wall Street Journal og er markaðs­virði þeirra um 11,1 milljarður Banda­ríkja­dala. Eigna­safn sjóðanna stóð í 59 milljörðum dala árið 2021 þegar best lét.

Todd Rosen­bluth, yfir­maður greiningar­deildar Vetta­Fi, segir í sam­tali við WSJ að þolin­mæði fjár­festa sé á þrotum.

„Þetta ætti þó að verða á­gætis­ár fyrir fjár­festinga­stefnu Ark þar sem tækni- og sprota­fyrir­tæki eru á upp­leið, en þau hafa verið að ein­blína á fyrir­tæki sem eru ekki að standa sig vel,“ segir Rosen­bluth.

Vonir um lækkandi vexti og lægri fjár­mögnunar­kostnað ættu að ýta gengi Kaup­hallar­sjóða Ark upp á við en sú hefur ekki verið raunin nýverið. Aðal­sjóður Wood, Ark in­novation, hefur lækkað um 16% á árinu.

Sam­kvæmt WSJ er það vegna þess að Wood hefur á­kveðið að ein­blína á að kaupa í fáum tækni­fyrir­tækjum hverju sinni. Sjö fyrir­tæki mynda um helming af öllu eigna­safni sjóðsins og þar af eru hluta­bréf í Tesla megin­þorrinn. Gengis­lækkun Tesla á árinu hefur því litað af­komuna.