Kia á Íslandi frumsýnir nýjan Kia Sorento með umboðsaðilum Kia um land allt á morgun, laugardaginn 13. apríl kl. 12-16.

Í tilkynningu frá umboðinu segir að nýi Kia Sorento bjóði meðal annars upp á uppfærða þjóðvegaaðstoð, árekstrarvörn og bílastæðaaðstoð. Hann er einnig fjórhjóladrifinn, með 2.500 kg dráttargetu, hita í stýri og 12,3“ margmiðlunarskjá sem tengist Kia Connect-smáforritinu.

„Hönnun sem er bæði kröftug og fáguð en sem dæmi er ný og vönduð hönnun á LED aðalljósum að framan ásamt fram- og afturstuðara. Innanrýmið inniheldur 12,3 panoramic margmiðlunarskjá, fyrsta flokks slökunarsæti og fingraskanna sem staðsettur er í miðstokknum sem gefur kost á að tengjast notandaprófíl. Einnig er nýr stafrænn lykill sem gerir notendum kleift að opna bílinn og gangsetja hann með snjallsímanum. Hægt er að deila stafræna lyklinum með öðrum ökumönnum til að auðvelda aðgengi að bílnum,“ segir í tilkynningu.

Þá er einnig hægt að fella niður aftursætin í annarri sætisröð með 60:40 skiptingu og sætin í þriðju sætisröð með 50:50 skiptingu. Einnig er auðvelt að breyta stillingu sætaraðanna og tryggja þannig nægt farangursrými í fjölskyldufríið.