Hugmyndin kom upp fyrir rúmlega hálfu ári síðan. Á þeim tíma fórum við að kynna okkur þessar samlokur og fór þá Sævar Lárusson, yfirkokkur á Kol, að galdra fram nokkrar skemmtilegar samlokur sem hann var búinn að vera að þróa,“ segir Óli Már Ólason, einn af eigendum veitingastaðarins Kol.

Óli Már rekur veitingastaðinn Kol ásamt þeim Andra Björnssyni og Gunnari Rafn Heiðarssyni. Veitingastaðurinn hefur gengið mjög vel undanfarin ár en hagnaður Kol var til að mynda um 65 milljónir króna árið 2022.

„Það hefur gengið mjög vel og við getum ekki kvartað. Við erum með frábæra staðsetningu og það hefur hjálpað mikið til að vera á Skólavörðustígnum þegar túrisminn kemur. Manni finnst þó kannski að eldgosið hafi aðeins minnkað umferðina miðað við í fyrra.“

Matseðillinn á Kol er mjög fjölbreyttur en staðurinn býður til að mynda upp á bæði íslenska og erlenda rétti eins og lambakjöt, hreindýrakjöt, rækjur og fleira. Ítalskar samlokur ættu því ekki að vera mikil áskorun fyrir eigendur en Óli segir að þær verði einnig mjög fjölbreyttar.

Nánar er fjallað um Kol Delí í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.