Öll stéttarfélög sjómanna á Íslandi hafa nú samþykkt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu SFS.

Sjómannafélag Íslands samþykkti nú síðast kjarasamning við SFS með 61% atkvæða en kosningaþátttaka var 28,5%.

Þar áður hafði Sjómannasamband Íslands (SSÍ), Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG), VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag skipstjórnarmanna (FS) samþykkt kjarasamninga við SFS.

Það er sannkallað fagnaðarefni að samningar við sjómenn séu í höfn til næstu níu ára. Það eykur á fyrirsjáanleika sem tryggir hagsmuni okkar allra sem vinnum í þessari grein, ekki síst sjómannanna sjálfra,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

Í tilkynningu segir jafnframt að greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækki í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði, auk þess sem áhersla sé lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála.