Hall­dór Krist­manns­son, einn stærsti einka­fjár­festir í fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­laginu Sýn, segir sterk rök fyrir því að af­skrá fé­lagið. Hann hefur verið að nýta sér lágt gengi félagsins í Kauphöllinni til að byggja upp ­stöðu í fyrir­tækinu.

Þetta kemur fram í pistli Hall­dórs í Við­skipta­blaðinu en hann segist hafa skoðað kosti af­skráningar gaum­gæfi­lega.

„Fyrir nokkrum vikum stóð markaðs­virði Sýnar í að­eins 9,5 milljörðum króna og miðað við gengi dagsins stendur það nú í um 10,5 milljörðum króna. Ég hef litið á þetta sem tæki­færi og byggt upp hluta­bréfa­stöðu í fyrir­tækinu á þessum tíma. Frá því ég kom aftur inn í eig­enda­hóp Sýnar, eftir um tveggja ára hlé, hef ég skoðað gaum­gæfi­lega kosti af­skráningar,” skrifar Hall­dór.

„Þegar væntan­legt verð­mæti undir­liggjandi eigna er meira en tvö­falt markaðs­virði fyrir­tækisins, gefur auga leið að lítið gagn er af kostnaði og flækjum hluta­bréfa­markaðarins. Ég tel eðli­legt að stærstu eig­endur fyrir­tækisins hug­leiði al­var­lega að gera öðrum hlut­höfum yfir­töku­til­boð, í ljósi nú­verandi verð­lagningar á markaði,” skrifar Hall­dór.

Í grein fagnar Hall­dór einnig nýrri kaup­réttar­á­ætlun fyrir alla starfs­menn og segir það já­kvætt verið tengja saman hagsmuni starfsfólks við afkomu og langtímamarkmið fyrirtækisins og hluthafa þess.

„Fyrir komandi veg­ferð breytinga er mikil­vægt að stjórn­endur hafi „skin in the game“ eins og stundum er sagt. Hluti stjórn­enda hefur einnig fjár­fest beint í fyrir­tækinu og er það góðs viti.”

Hægt er að lesa grein Hall­dórs í heild sinni hér.