Fyrrum ráða­menn í ríkis­stjórn Donalds Trump, fyrr­verandi for­seta og for­seta­fram­bjóðanda, hafa á­samt fleirum úr kosninga­t­eymi Trump sett að­gerðar­á­ætlun á blað um hvernig for­setinn geti skert sjálf­stæði banda­ríska seðla­bankans.

The Wall Street Journalgreinir frá þessu í morgun en um er að ræða tíu blað­síðna plagg þar sem farið er yfir að­gerðir sem Trump getur ráðist í verði hann for­seti á næsta ári.

Sam­kvæmt WSJ kemur fram í skjalinu alls konar hug­myndir um hvernig for­setinn getur haft á­hrif á stefnu seðla­bankans en það sem vekur mestan ugg eru hug­myndirnar um hvernig Trump gæti sjálfur komið að því að á­kveða stýri­vexti í Banda­ríkjunum.

Þeir sem koma að gerð að­gerðar­á­ætlana færa rök fyrir því að Trump ætti að taka þátt í því að á­kvarða vexti í Banda­ríkjunum sem og að for­seti Banda­ríkjanna ætti að þurfa sam­þykkja stefnu­breytingar seðla­bankans.

Hópurinn kemst einnig að þeirri niður­stöðu að Donald Trump ætti að geta rekið Jerome Powell seðla­banka­stjóra úr starfi þrátt fyrir að skipunar­tíma hans ljúki ekki fyrr en 2026.

The Wall Street Journal tókst ekki að fá stað­fest hvort Trump sjálfur kom að gerð skjalsins eða hvort hann hafi sam­þykkt inni­hald þess með ein­hverjum hætti.

Í yfir­lýsingu frá Susi­e Wi­les og Chris La­Civitia ráð­gjöfum í kosninga­t­eymi Trumps segir að ef stefnu­breytingar af þessu tagi komi ekki beint frá Trump sjálfum er ekki búið að taka endan­lega á­kvörðun um hvort þær verði fram­kvæmdar.