Rekstur Boeing versnaði tölu­vert á fyrstu mánuðum ársins en sjóð­streymi banda­ríska flug­fé­lagfram­leiðandans var nei­kvætt um 4 milljarða Banda­ríkja­dala eða sem nemur 561 milljarði ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Boeing tapaði 355 milljónum dala á fyrsta fjórðungi sem nemur um 50 milljörðum ís­lenskra króna.

Tekjur flug­fé­laga­fram­leiðandans drógust saman um 8% á tíma­bilinu sem The Wall Street Journal segir að sé þó minni tekju­sam­dráttur en greiningar­aðilar höfðu spáð fyrir um.

„Við erum að eiga erfiða stund,“ sagði frá­farandi for­stjóri Boeing, Dave Cal­houn, í skila­boðum til starfs­manna.

Pantana­bók flug­fé­laga­fram­leiðandans hefur tekið högg eftir að gat rifnaði á skrokki vélar Alaska Air­lines í miðju flugi.

Boeing býst við því að fram­leiða færri 737 MAX vélar á næstu árum en at­vikið opnaði á mikla um­ræðu um gæða­stjórnun fé­lagsins.

Hluta­bréfa­verð Boeing hefur lækkað um 33% á árinu.