Fasteignamiðlunarfyrirtækið HomeServices of America, sem er í eigu samsteypu Warren Buffetts, hefur náð sátt í máli sem tengist brotum á samkeppnislögum.

Að sögn WSJ mun fyrirtækið þurfa að greiða 250 milljónir dala en upphæðin er aðeins brot af því sem ákærendur ætluðu sér að endurheimta. Fjárhæðin er engu að síður mun hærri en nokkur annar fasteignamiðlari hefur samþykkt að greiða til að gera upp kröfur.

Þar sem fyrirtækið er dótturfélag Warren Buffett, Berkshire Hathaway, vonuðust ákærendur til að innheimta mun hærri upphæð og reyndu margoft að tengja miðlunarfyrirtækið við móðurfélagið.

Christopher Dusseault, utanaðkomandi ráðgjafi fyrir HomeServices, hafði náð að sannfæra stefnendur um að Buffett ætlaði sér engan veginn að greiða himinháa upphæð til að leysa málið.