Úr­vals­vísi­talan FTSE 100 rauk upp um 1,1% og fór í 8.311 punkta í fyrstu við­skiptum í Kaup­höllinni í Lundúnum.

Sam­kvæmt við­skipta­blaði The Guar­dianvar mikill þrýstingur á kaup­hliðinni í morgun eftir al­mennan frí­dag í gær.

Olíurisinn BP skilaði árshlutauppgjöri í gærkvöldi en hagnaður samstæðunnar var ekki í takt við afkomuspár. BP hagnaðist um 2,9 milljarða dali á fjórðungnum sem lækkun úr 4,9 milljörðum dala á fyrsta fjórðungi 2023.

Gengi BP hækkaði þó í fyrstu viðskiptum í morgun þar sem ólíufélagið sagðist gera ráð fyrir því að afkomuspá ársins muni haldast óbreytt.

Evrópska vísi­talan Stoxx 600 hækkaði einnig um 0,6% í fyrstu við­skiptum. DAX vísi­talan í Þýska­landi hækkaði um 0,4% og franska úr­vals­vísi­talan CAC hækkaði um 0,6%.