Banka­sam­stæðan UBS hagnaðist um 1,8 milljarð dala á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs fjár­festum til mikillar gleði eftir að bankinn skilaði tapi á þriðja og fjórða árs­fjórðungi í fyrra.

Sam­kvæmtThe Wall Street Journalvar hagnaður bankans um þre­falt meiri en spá greiningar­aðila fyrir upp­gjör sem gerðu ráð fyrir um 600 milljón dala hagnaði.

Í upp­gjöri bankans segir þó að UBS búist við því að vaxta­tekjur sem og tekjur af eigna­stýringar­deild bankans muni dragast saman á öðrum árs­fjórðungi, sér í lagi vegna lækkandi stýri­vaxta í Sviss.

Hluta­bréfa­verð bankans rauk upp um 8% í fyrstu við­skiptum í Sviss í kjöl­far upp­gjörsins.