Flugfélagið Play flutti 122.217 farþega í apríl 2024, sem er 19% meira en í apríl 2023 þegar Play flutti 102.499 farþega. Sætanýtingin í apríl var þá 85,1%, miðað við 80,8% sætanýtingu á sama tíma í fyrra.

Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í apríl voru 30% á leið frá Íslandi, 27% voru á leið til Íslands og 43% voru tengifarþegar. Í tilkynningu segir þá að stundvísi Play hafi verið eða 89,4% og var 90% sætanýting fyrir London, Alicante, Kaupmannahöfn, París og Berlín.

„Það er ánægjulegt að sjá þennan vöxt í farþegafjölda og sætanýtingu, sem er til marks um aukið framboð og sterkari stöðu PLAY á erlendum mörkuðum. Að ná þessum vexti samhliða 16% aukningu í framboðnum sætiskílómetrum er vel að verki staðið og sýnir að við erum á réttri leið og í góðri stöðu til að gera enn betur,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY.

Flugfélagið tilkynnti þá nýlega að það myndi hafi hafið miðasölu til Cardiff í Wales en fyrsta flugið verður 10. október og síðasta flugið 20. nóvember. Play hefur þá einnig kynnt fjóra nýja áfangastaði til viðbótar en þeir eru Madeira, Marrakesh, Vilníus og Split.