Danska kaup­sýslu­konan Eva Berneke hefur á­kveðið að stíga úr stjórn Lego sam­stæðunnar eftir 13 ára stjórnar­setu.

Þetta kemur fram í kaup­hallar­til­kynningu Lego en Børsen greinir frá.

Eva er for­stjóri franska gervi­hnattar­fyrir­tækisins Eu­t­elsat en fyrir­tækið og Eva hafa sætt mikilli gagn­rýni fyrir að halda á­fram að þjónusta rúss­neskar sjón­varps­stöðvar eftir inn­rás Rússa í Úkraínu.

Hvorki Eva né Lego hafa greint frá á­stæðum þess að hún sé að kveðja stjórn fyrir­tækisins.

„Eva hefur verið mikil­vægur hlekkur í stjórn fyrir­tækisins á tímum gríðar­legs vaxtar. Við þökkum henni fyrir þau já­kvæðu á­hrif sem hún hefur haft á fyrir­tækið í meiri en ára­tug,” segir Thomas Kirk Kristian­sen, stjórnar­for­maður Lego, í Kaup­hallar­til­kynningu.

Hollendingurinn Ebi Atawodi, sem er í stjórnunar­stöðu hjá Goog­le og Youtu­be, og Finninn Ilkka Paananen, sem er stofnandi og for­stjóri finnska leikja­fyrir­tækisins Supercell, koma inn í stjórnina í stað Evu.