Á dögunum kom út bókin Lífið á efstu hæð, sem fjallar um eftirlaunasparnað og leiðir til að stuðla að góðum eftirlaunum. Bókin var kynnt á útgáfufundi á Grand Hótel Reykjavík.

Gunnar Baldvinsson, höfundur bókarinnar, kynnti bókina og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Kviku, flutti erindi þar sem hún velti fyrir sér áhrifum þess á íslenskt samfélag að á næstu árum mun eftirlaunaþegum á Íslandi fjölga mun meira en fólki á vinnualdri, en á næstu 10 árum munu þrjátíu þúsund Íslendingar láta af störfum og fara á eftirlaun.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Kviku, var á meðal ræðumanna.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Kristófer Már Maronsson, rekstrarstjóri aha.is, og Ísak Einar Rúnarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Góð mæting var á útgáfufundinn og fylgdust fundargestir vel með dagskrá fundarins.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Marinó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku.