Vorfundur Landsnets fór fram á Hilton Reykjavík Nordica síðastliðinn þriðjudag. Yfirskrift fundarins var „Hvað slær út þjóðaröryggi? Framtíð íslenska raforkumarkaðarins“.
Fundurinn hófst með ávarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaiðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Í kjölfarið komu fram Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets, Matthew J. Roberts frá Veðurstofu Íslands, Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og hinn írski Simon Grimes frá EirGrid.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, talaði um mikilvægi þess að hér verði virkt raforkumarkaðskerfi í þágu bæði neytenda og orkuöryggis.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnets, ræddi um mikla breytingar á raforkumarkaði.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Guðlaug Sigurðardóttir, fjármálastjóri Landsnets, og Ómar Benediktsson, sem situr í stjórn Landsnets, fylgdust vel með ávarpi ráðherra.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Ólafur Adolfsson, bæjarfulltrúi á Akranesi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Nánast hvert sæti á fundinum var setið og fylgdust fundargestir áhugasamir með ávörpum ræðumanna.