Í janúar 2017 var aflaverðmæti íslenskra skipa 1,9 milljarðar króna, sem er 81% minna en í janúar 2016 og setur verkfall sjómanna þar strik í reikninginn. Engum uppsjávarafla var landað í janúar og verðmæti botnfiskafla, flatfiska og skeldýra var verulega mikið minna en í janúar í fyrra. Enginn afli var sjófrystur eða fluttur út í gámum í janúar, samkvæmt bráðabirgðatölum.

Á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2016 til janúar 2017 var aflaverðmæti tæpum 26 milljörðum króna minni en á sama tímabili ári áður, sem reiknast sem 17,1% samdráttur.