Norska Fiskistofan, Fiskeridirektoratet, skýrði frá þessu í dag . Þar kemur fram að stórt gat hafi fundist á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger, sem er í Þrændalögum. Gatið hafi verið 4,2 sinnum 6 metrar á stærð.

Í nótinni hafi verið 138 þúsund laxar, að meðaltali 1,1 kíló að stærð.

Enn er ekki vitað um orsökina en sagt er að tjónið hafi uppgötvast fljótt og brugðist við með því að reyna að veiða fiskinn sem slapp. Ekki er þó vitað hvernig til tókst með það.

Í síðustu viku bárust fréttir af því að 54 þúsund laxar hafi sloppið úr kví sama fyrirtækis í Nærøy, sem einnig er í fylkinu Þrændalögum. Sjá frásögn hér á vef Fiskifrétta .

Marine Harvest er langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs með starfsemi víða um heim.