Rúnar Magni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Rúnar Magni hefur starfað í fimmtán ár hjá bankanum og fyrirrennurum hans, lengst af á fyrirtækjasviði. Hann starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi á árinum 2000-2002 og hóf störf sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði árið 2005. Rúnar tók svo við stöðu forstöðumanns á fyrirtækjasviði árið 2014 sem hann hefur gengt þar til nú.

Rúnar Magni er með meistarapróf í alþjóða markaðmálum og stjórnun (IMM) frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er jafnframt með próf í verðbréfaviðskiptum.