Vegna slæms ástands í markaðsmálum í Nígeríu hefur þurrkun á hausum og hryggjum af þorski og ýsu hjá HB Granda stöðvast og fer þetta hráefni til bræðslu í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Akranesi. Þetta kemur fram í viðtali við Guðmund Hannesson verksmiðjustjóra í nýjustu Fiskifréttum.

Árið 2014 var tekin í notkun minni verksmiðja inni í þeirri stóru og þar var í fyrstu eingöngu gert ráð fyrir að vinna hausa og hryggi af karfa í mjöl og lýsi , en þetta hráefni hafði áður verið selt til Skinnfisks í Sandgerði í dýrafóður. Aðrar tegundir í bolfiskvinnslu HB Granda fóru í þurrkun. Nú hafa markaðsástæður gert það að verkum að þar eru einnig unnar aukaafurðir af öðrum bolfisktegundum eins og áður sagði.

Sjá nánar í Fiskifréttum.