Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Fiskistofu, sem rædd var á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnda Alþingis í dag. Ríkisútvarpið skýrir frá.

„Ef ekki verður brugðist við þeim annmörkum sem eru til staðar með viðunandi hætti er ljóst að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins og samþjöppun aflaheimilda verður áfram veikburða, óskilvirkt og ekki í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis,“ segir í skýrslunni.

Alþingi óskaði eftir þessari skýrslu eftir að Kveikur hafði fjallað um brottkast í nóvember 2017.

Í skýrslunni segir Ríkisendurskoðun að stjórnvöld hafi engar forsendur til að fullyrða neitt um umfang brottkasts við veiðar. Vísbendingar um mikið brottkast verði að taka alvarlega.